Sköpunartorg fyrir ríkisstofnanir og sveitarfélög - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

31.8.2021

Karolina Fund ehf. hlaut styrk til að markaðssetja lausnir til ríkisstofnana og sveitarfélaga á Íslandi, á Norðurlöndunum og í Bretlandi. Áhersla var lögð á greiningar á mörkuðum og vörumerki fyrirtækisins, gerð kynningarefnis og stafræna sölusókn.

Einn helsti afrakstur verkefnisins er vörumerkið Karolina, þjónustufyrirtæki í borgaralýðræðis- og hópfjármögnunartækni. Vörumerkið Karolina er hreyfiafl nýsköpunar, menningar, lista og samfélagslegra umbóta. Afraksturinn má sjá í allri efnissköpun, hönnun og markaðsefni fyrirtækisins í dag. Jafnframt litu vefsíðurnar karolina.io og community.karolina.io/en dagsins ljós.

Logo tækniþróunarsjóðsSkapandi greinar og samfélagsmál eru einn af undirstöðuatvinnuvegum flestra landa og því er það mjög alvarlegt mál þegar hluti hans leggst á hliðina eins og hefur gerst í kjölfar Covid-19 faraldursins, líkt og því er til dæmis farið með menningar, tónlist, sviðslistir og samsköpun. Skapandi greinar og samfélagsleg nýsköpun eru auðlind sem skilar efnahags- og menningarlegum gæðum til samfélagsins í formi atvinnu, framleiðslu á vöru og þjónustu til neyslu innanlands og útflutnings. Þó aðstæður hafi verið krefjandi þá erum við ánægð með afrakstur verkefnisins. Vörumerkið hefur gengið í gegnum endurnýjun og tengt betur við gildi fyrirtækisins. Mikilvægri þekkingu og reynslu hefur verið aflað í tengslum við framsetningu lausna og markað fyrirtækisins. Bein markaðsetning hefur gengur vel og þá hefur fyrirtækið náð að skapa góða grunn fyrir komandi tíma með öflugum sölu- og markaðs verkfærum.

Við metum árangur einnig í þeirra ánægju að sjá verkefni raungerast og af þeim samfélagslegu áhrifum sem af þeim hljótast. Við erum stolt af þeim árangri og þeim samfélagslegu áhrifum sem við höfum náð í samvinnu við okkar viðskiptavini og samstarfsaðila. Við erum hvergi nærri hætt í þeirri vegferð að auka samfélagsleg gæði með áframhaldandi þróun á lausnum Karolina.

HEITI VERKEFNIS: Sköpunartorg fyrir ríkisstofnanir og sveitarfélög

Verkefnisstjóri: Sævar Ólafsson

Styrkþegi Karolina Fund ehf.

Tegund styrks: Markaðsstyrkur

Fjöldi styrkára: 2

Fjárhæð styrks: 7.660.000 ISL kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica