Markaðsfærsla GRID - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

5.11.2021

GRID hóf vorið 2021 sölu nýrrar þjónustu inn á alþjóðlegan markað. Í undanfara þess vann fyrirtækið að verkefni um markaðsfærslu þjónustunnar að fengnum Markaðsstyrk frá Tækniþróunarsjóði. 

Fyrirtækið GRID var stofnað 2018 til að þróa hugbúnað sem gerir notendum kleyft að búa til falleg, veflæg, aðgangsstýrð skjöl og skýrslur byggðar á gögnum sem sótt eru í töflureiknaskjöl. GRID opnaði fyrst aðgang að eigin kerfi árið 2019 og hefur síðan þá bætt við tugum þúsunda skráðra notenda.

Logo tækniþróunarsjóðs

GRID selur þjónustu sína gegnum Product Led Growth aðferðafræðina þar sem notkun þjóðarinnar er diffjöður vaxtar og notendur kynna sjálfir aðra fyrir vörunni. Þetta kallar á að fyrirtækið samþætti alla þjónustunnar þannig að upplifun notenda af því að eiga í viðskiptum við GRID sé til slíkrar fyrirmyndar að notandinn velji að deila upplifun sinni.

Verkefnið sem hlaut styrk laut að markaðsfærslu þjónustunnar, þar sem helsti afrakstur vinnunnar voru þrenns konar:

1. Uppfært vörumerki GRID

2. Nýr vefur sem endurspeglar sérstöðu GRID fyrir markhópa

3. Markaðsáæltun sem byggir á fjölda rannsókna og tilrauna sem gerðar vorur á styrktímbilinu.

Öllum þáttum verkefnisins var lokið samkvæmt áætlun.

Um það bil 25.000 manns hafa skráð sig og notað vöruna reglulega eða endrum og seinnum.
Sem hluti af verkefninu hafa á tímabilinu verið gerðar rannsóknir og kannanir þar sem þúsundir notenda hafa gefið innsýn í notkun töflureikna á sínum vinnustað, hvaða vandamál er verið að leysa og hvernig GRID fellur að úrlausninni. Þannig hefur orðið til mikil þekking hjá fyrirtækinu á aðstæðum notenda sem hægt er að nota til að aðlaga þjónustuna enn frekar að þörfum þeirra.

Á verkefnistímanum tryggði GRID sér fjármögnun upp á 12 milljónir bandaríkjadala og hefur þá í heildina orðið sér úti um 16,5 milljón dala fjármögnun

HEITI VERKEFNIS: Markaðsfræðsla GRID

Verkefnisstjóri: Þorsteinn Yngvi Guðmundsson

Styrkþegi: GRID ehf.

Tegund styrks: Markaðsstyrkur

Fjöldi styrkára: 1

Fjárhæð styrks: 10.000.000 ISL kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica