Samvinnulausn fyrir gististaði - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

12.8.2021

Sprotafyrirtækið Spectaflow ehf., í samstarfi við íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Godo, opnaði þjónustu sína Pronto inn á markaðstorg þýsku bókunarþjónustunar Beds24 sem er með 30 þúsund gististaði í 140 löndum

Pronto er samvinnulausn fyrir gististaði sem er þróuð og rekin af Spectaflow ehf. en endurseld af Godo.

Logo tækniþróunarsjóðsSpectaflow ehf. hóf starfsemi 2016 en hefur frá árinu 2018 unnið að gerð samvinnulausnar fyrir gististaði. Gististaðir þurfa daglega herbergisumsjón, gestaþjónustu og viðhald, og fjölmargir þátttakendur koma að vinnunni. Oftast er verið að púsla saman mörgum lausnum og kerfum. Varan kemur í staðin fyrir “púsluspilið”, straumlínulagar ferla og tengir saman þátttakendur með því að einfalda samvinnu, stjórnun og skipulag vakta. Félagið hefur undanfarna 21 mánuði unnið að markaðsátaki sem styrkt var um 10 mkr. af Tækniþróunarsjóði og til viðbótar hafa fjárfestar lagt félaginu til hlutafé. Markaðsátakið var þríþætt; Í fyrsta lagi að selja til viðskiptavina íslenska bókunakerfisins Godo Property , í öðru lagi að koma á samstarf við þýska bókunarkerfið Beds24 sem er með 30 þúsund gististaði í 140 löndum í viðskiptum og í þriðja lagi greina og koma á samstarfi við fleiri endursöluaðila. Þrátt fyrir að Covid hafi ollið hamförum í ferðaiðnaðinum og sett áætlanir félagsins í uppnám náði Spectaflow að afla 41 nýrra viðskiptavina og hafa 18 viðskiptavinir kosið að kaupa mánaðarlega áskrift að lausn félagsins. 4.800 herbergi þessara gististaða eru nú að nýta lausn Spectaflow. Fyrstu viðskiptavinir Beds24 eru komnir af stað og daglega bætast við nýjir viðskiptavinir allsstaðar að úr heiminum. Félagið hefur einnig fundið fyrir áhuga annarra endursöluaðila á að nýta lausn félagsins og munu fleiri endursöluaðilar bætast við á þessu ári og opna á fleiri markaðssvæði.

Stofnendur Spectaflow eru Pétur Orri Sæmundsen, Erlendur Steinn Guðnason og Frans Veigar Garðarsson.

Stjórn Spectaflow ehf. skipa Erlendur Steinn Guðnason, Ólafur Andri Ragnarsson, Sveinn Jakob Pálsson og Þorsteinn B. Friðriksson.

Tækniþróunarsjóður hefur styrkt Spectaflow ehf. ásamt fjármagni frá fjárfestum.

HEITI VERKEFNIS: Samvinnulausn fyrir gististaði

Verkefnisstjóri: Pétur Orri Sæmundsen

Styrkþegi: Spectaflow ehf.

Tegund styrks: Markaðsstyrkur

Fjöldi styrkára: 1

Fjárhæð styrks: 10.000.000 ISL kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica