Frosthreinsun vökva - verkefni lokið
Fréttatilkynning verkefnisstjóra
Sprenging hefur orðið í umræðu og verkefnum í Evrópu um kolefnisfótspor, vatnsnotkun og umhverfismál. Um 70% af vatninu í Evrópu er notað við matvælaframleiðslu og 25% af kolefnisfótspori Evrópu er vegna matvælaframleiðslu.
Í matvælaframleiðslu er vatni oft hent með verðmætum efnum í sér, sem veldur bæði mengun, sóun á vatni og því að vera er að kasta verðmætum á glæ. Tekist hefur að þróa vélar og búnað til þess að hreinsa vökva, svínaþvag, mysu, sykurvatn og vatn frá sterkjuframleiðslu (kartöflumjöl).
Umhverfislegur ávinningur verkefnisins eru þær að mikill kostnaður fylgir því að farga „menguðu“ vatni og mikil verðmæti geta verið í föstum efnum í „menguðu“ vatni. Mengað vatn með litlu hlutfalli af verðmætum efnum er ekki söluvara vegna flugningskostnaðar og kostnaðar við að sía efnin frá eftir á. Vökvinn breytist frá því að vera „mengun“ í það að vera „verðmæti“ um leið og hann er þéttur og hægt er að nýta verðmætin um leið og vatnið er endurnýtt. Vökvinn breytist úr því að vera „mengað“ vatn um leið og föstu efnin hafa verið fjarlægð, þá kostar ekkert að endurnota vatnið eða setja það í frárennslið.
Orkusparnaður við þessa aðferð er mjög mikill, það kostar sexfalt meiri orku að nota aðrar aðferðir, eins og uppsuðu eða eimun, til þess að ná sömu áhrifum. Að auki er hægt að fá mun verðmætari afurð með þessari aðferð en með uppsuðu. Vélarnar sem hafa verið þróaðar eru tilbúnar, tækni klár og næsta skref er fjármögnun á framhaldi, ráða starfsfólk og hefja næsta fasa.
Forsendur fyrir þessari aðferð eru þær að hægt verða að kristalla ís (frysta vatn) í vökvanum og í framhaldinu að aðskila ís og vökva sem inniheldur uppleyst efni. Uppleyst efni geta verið prótein, sykrur, fosföt, sölt, málmar, allt eftir því hvaða vökva er verið að hreinsa.
Það er enginn vafi á því að að það er þörf fyrir þá tækni sem hefur verið þróuð í verkefninu „Frosthreinsun vökva“. Til þess að standa rétt að framhaldi verkefnisins hefur verið ákveðið að setja nægilegt fjármagn til þess að standa undir næstu skrefum auk þess sem leitað er að réttum samstarfsaðilum. Þegar umræða um umhverfismál og vatnsskort er jafn mikil og raun ber vitni, á tækni sem hreinsar vatn og þéttir verðmæt efni og gerir þau að söluvöru að eiga framtíð fyrir sér. Það eru næstu skref. Eigendur félagsins þekkja það alltof vel hvað gott verkefni getur átt erfitt uppdráttar ef fjármagn vantar.
HEITI VERKEFNIS: Frosthreinsun vökva
Verkefnisstjóri: Þorsteinn Ingi Víglundsson
Styrkþegi: ÞA ehf.
Tegund styrks: Vöxtur
Fjöldi styrkára: 2
Fjárhæð styrks: 47.475.000 ISL kr. alls
VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.