Vorfundur Tækniþróunarsjóðs 2021

22.6.2021

Hinn árlegi vorfundur Tækniþróunarsjóðs verður haldinn fyrir boðsgesti og í streymi sem er öllum opið fimmtudaginn 24. júní undir yfirskriftinni: Tækni og skapandi greinar og mikilvægi samspils þar á milli.

Fundurinn verður á Nauthól á milli 15:00-17:00 og eru boðsgestir á staðnum en fundurinn verður í beinu streymi:

Opna streymi

Fyrir og eftir fund mun fyrrum styrkþegi Tækniþróunarsjóðs, Úlfur Hansson spila á Segulhörpuna en það er nýtt hljóðfæri sem bæði Björk og Sigurrós hafa notaði í tónlist sinni. 


Dagskrá

  • Opnun:
    Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
  • Aðalfyrirlesari:
    Sigurlína Ingvarsdóttir, stjórnarformaður leikjafyrirtækisins Solid Clouds
  • Hringborðsumræður þar sem taka þátt:
    Halldór Eldjárn, tövunarfræðingur og listamaður
    Egill Egilsson  hönnuður
    Magga Dóra viðmótshönnuður 
    Ásta Olga Magnúsdóttir verkefnastjóri hjá Gagarín


Viðfangsefnið fundarins er tækni og skapandi greinar og mikilvægi jafnvægis í samlífi þeirra.

Spjall, léttar veitingar og ljúfir tónar









Þetta vefsvæði byggir á Eplica