Tónlistarsjóður- seinni úthlutun 2021
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur samþykkt tillögu tónlistarráðs um úthlutun úr Tónlistarsjóði fyrir seinna tímabil ársins 2021.
Alls bárust 118 umsóknir upp á rúmlega 109 milljónir króna frá mismunandi greinum tónlistar. Af þessum umsóknum styrkir Tónlistarráð alls 46 upp á samtals 24.600.000 króna. Hæstu verkefnastyrki fá óperan Mærþöll, 1.500.000 kr. og Múlinn jazzklúbbur, 1.200.000 kr. Þá fá 1.000.000 kr. hvert: Andlag, vegna Sönghátíðar í Hafnarborg, Pera óperukollektíf vegna Óperudaga og Þjóðlagahátíðin á Siglufirði.
Skipting styrkveitinga
Styrkveitingar skipast þannig að 25 styrkir fara til hátíða eða tónleikaraða af ýmsum toga, vítt og breitt um landið, 9 styrkir fara til stakra tónleikaverkefna, 5 styrkir í verkefni fyrir börn og ungmenni þ.m.t. skólatónleika, 3 styrkir eru veittir til markaðssetningar og eftirfylgni á hljómplötum og 4 styrkir fara í önnur verkefni. Af þessum styrkjum fara 32 í verkefni tengd sígildri- og samtímatónlist, 6 styrkir í popp- og rokktónlist, 6 styrkir í jazztónlist og 2 styrkir fara í blönduð tónlistarverkefni.
Tónlistarsjóður starfar skv. lögum nr.76/2004 og er hlutverk sjóðsins að efla íslenska tónlist og
stuða að kynningu á íslenskum tónlistarmönnum og tónsköpun þeirra.
Nafn umsækjenda | Póstnr. | Heiti verkefnis | Úthlutun í kr. |
Andlag slf. | 101 | Sönghátíð í Hafnarborg | 1.000.000 |
Andrés Þór Gunnlaugsson | 220 | Síðdegistónar í Hafnarborg | 800.000 |
Aulos | 110 | WindWorks - VindVerk tónlistarhátið | 600.000 |
Austuróp - listhópur Fljótsdalshéraðs | 700 | Kammeróperan Kornið | 400.000 |
Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni | 101 | Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni - hádegistónleikar | 600.000 |
Bergrún Snæbjörnsdóttir | 101 | Agape á Sequences X | 300.000 |
Berjadagar, félag um tónlistahátíð | 625 | Berjadagar klassisk tónlistarhátíð um Verslunarmannahelgina | 400.000 |
Björg Þórhallsdóttir | 107 | Englar og menn - tónlistarhátíð Strandarkirkju 2021 | 400.000 |
Bláa Kirkjan sumartónleikar | 700 | Sumartónleikaröð Bláu kirkjunnar 2021 | 500.000 |
Camerarctica / Ármann Helgason | 210 | Kammertónleikar Camerarctica seinni hluti 2021 | 400.000 |
Elfa Kristinsdóttir | ERL | Ensemble Promena | 400.000 |
Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir | 170 | Bach, Boccherini og fleiri barokkbræður | 400.000 |
Góli ehf. | 800 | Skólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands | 600.000 |
Hildigunnur Halldórsdóttir | 210 | 15:15 tónleikasyrpan | 500.000 |
Íslenska Schumannfélagið | 200 | Seigla, tónlistarhátíð 3.-7. ágúst 2021 | 400.000 |
Kristín M. Jakobsdóttir / Blásaraoktettinn Hnúkaþeyr | 450 | Meistari Mozart og norrænar perlur | 400.000 |
Kristjana Stefánsdóttir | 107 | Sjana syngur strákana (leikur að dægurforminu) | 400.000 |
Listfélagið RASK | 101 | RASK Haust 2021 | 400.000 |
Listvinafélag Hallgrímskirkju | 101 | Jólaóratoría Bach flutt af Mótettunni, Alþjóðlegu Barokksveitinn og einsöngvurum undir stjórn Harðar Áskelssonar | 1.000.000 |
Magnaðir ehf. | 600 | Tónlistarhátíðin Bræðslan 2021 | 500.000 |
Mikael Máni Ásmundsson | 101 | Nostalgíuvélin | 350.000 |
Múlinn - jazzklúbbur | 105 | Tónleikaröð Jazzklúbbsins Múlans í Tónlistarhúsinu Hörpu | 1.200.000 |
Ómar Guðjónsson | 210 | Ómar fortíðar matreiddir á nýjan hátt | 500.000 |
Óskar Guðjónsson | 105 | Kynning á fyrstu hljómplötu MOVE | 400.000 |
Pera Óperukollektíf, félagasamtök. | 104 | Óperudagar | 1.000.000 |
Pétur Albert Sigurðsson | 470 | í garðinum hjá Láru | 500.000 |
Pétur Björnsson | 101 | Áramótatónleikar Elju | 400.000 |
Post-menningarfélag | 101 | NORIS superclub | 500.000 |
Post-menningarfélag | 101 | Hátíðni 3 - Tónlistarhátíð á Borðeyri 2021 | 500.000 |
Rut Ingólfsdóttir | 861 | Menningarstarf að Kvoslæk | 400.000 |
Salóme Katrín Magnúsdóttir | 101 | Tónleikaferðalag um Ísland vegna útgáfu plötunnar We Are eftir Salóme Katrínu, RAKEL og ZAAR | 400.000 |
Samskiptamiðstöð heyrnarlausra | 108 | Syngjum saman: íslensk lög þýdd og túlkuð á íslenskt táknmál | 400.000 |
Sequences-myndlistarhátíð | 101 | Ellen Fullman - The long string instrument, Rymjandi og Pendúlakór á Sequences X | 500.000 |
Skálholtsstaður | 806 | Barna- og fjölskyldutónleikar í Skálholti - "Myndir á sýningu" | 400.000 |
Solveig Lára Guðmundsdóttir | 551 | Sumartónleikar í Hóladómkirkju | 400.000 |
Steingrímur Þórhallsson | 200 | Bach utan borgarinnar | 400.000 |
Sumartónleikar í Akureyrarkirkju | 600 | Sumartónleikar í Akureyrarkirkju 2021 | 400.000 |
Tónlistarfélag Akureyrar | 600 | Haust-tónleikaröð Tónlistarfélags Akureyrar og skólatónleikar | 500.000 |
Töfrahurð sf. | 200 | Sögur draugsins Reyri- tónlistarsaga fyrir börn í Hofi | 400.000 |
Una Sveinbjarnardóttir | 107 | LAST SONG | 300.000 |
Ung nordisk musik | 107 | Þátttaka Íslands á UNM Århus 2021 | 400.000 |
Úlfur Eldjárn | 102 | Hamraborgin - Bolero fyrir Kópavog | 500.000 |
VAX tónlistarútgáfa | 104 | VAX tónlistarútgáfa og kynningarstarf 2021-2022 | 350.000 |
ZHdK Strings | ERL | ZHdK Strings í Hörpu | 600.000 |
Þjóðlagahátíð á Siglufirði | 580 | Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 7.-11. júlí 2021 | 1.000.000 |
Þórunn Guðmundsdóttir / Animato |
105 | Mærþöll - ævintýraópera | 1.500.000 |
Samtals: | 24.600.000 |