Opið fyrir skráningu á rafræna Evrópska rannsókna- og nýsköpunardaga

2.6.2021

Dagarnir verða haldnir 23.-24. júní nk. og eru öllum opnir og fara eingöngu fram á netinu. Yfirskrift þeirra er Mótum framtíðina saman

Evrópskir rannsókna- og nýsköpunardagar (European Research and Innovation Days) eru nú haldnir í þriðja sinn en þeir voru seinast haldnir í septemer 2020. Þá voru þeir rafrænir og er svo einnig í ár og því eiga fleiri þess kost að taka þátt.

Markmiðið með viðburðinum er að stefnumótendur, vísindamenn, frumkvöðlar og almenningur komi saman til að ræða og móta framtíð rannsókna og nýsköpunar í Evrópu og víðar.

Árið 2021 markar upphafi Horizon Europe rannsókna- og nýsköpunaráætlunar ESB og reynsla síðasta árs í heimsfaraldri Covid-19 hefur en betur komið í ljós hvað samstarf um rannsóknir og nýsköpun er mikilvægt.

Þó viðburðurinn sé rafrænn er nauðsynlegt að skrá þátttöku:

Skráning hér!

Vefur European Research and Innovation Days

English version








Þetta vefsvæði byggir á Eplica