Nýtt tímabil Creative Europe 2021-2027

7.6.2021

Yfir 60% aukning verður á framlagi til Creative Europe, kvikmynda- og menningaráætlunar ESB, sem gildir frá 2021 til 2027. Með því vill áætlunin leggja sitt af mörkum svo menningargeirinn nái sér aftur á strik eftir heimsfaraldurinn.

Creative Europe styrkir skapandi greinar með áherslu á menningarlega fjölbreytni og í nýrri áætlun verður sérstök áhersla lögð á stafrænar og grænar lausnir. 

Tvö meginmarkmið áætlunarinnar eru annars vegar að styðja við, þróa og kynna fjölbreytileika evrópskrar menningar og menningararfleifðar frá öllum málsvæðum og hins vegar að auka samkeppnishæfni og hagræna möguleika menningargeirans með sérstaka áherslu á kvikmyndir og margmiðlun.


Styrkir eru veittir til margs konar verkefni m.a.:

  • bókmenntaþýðinga og samstarf útgefenda
  • samstarfsverkefna á sviði lista og menningar
  • evrópskra viðurkenninga á sviði tónlistar, bókmennta, byggingarlistar og menningararfleifðar
  • menningarborga Evrópu og Europa Nostra viðurkenningar fyrir framúrskarandi vinnu við menningararf
  • stóraukinn sýnileika evrópskra kvikmynda og margmiðlunar landa á milli
  • nýsköpunarstofa – nýrrar nálgunar og nýsköpunar, dreifingar og kynningar
  • fjölmiðlalæsis og frelsis

Umsóknarfrestir verða auglýstir í sumar en þegar hefur verið tilkynnt um umsóknarfresti í MEDIA í ágúst .


Rannís hefur umsjón með áætluninni hér á landi og aðstoðar væntanlega umsækjendur við umsóknarferlið.








Þetta vefsvæði byggir á Eplica