Fréttir: október 2018

Www.nyskopunarverdlaun-2018-1

30.10.2018 : Kerecis hlýtur Nýsköpunarverðlaun Íslands 2018

Fyrirtækið Kerecis hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands 2018 sem afhent voru á Nýsköpunarþingi í dag. Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóra Kerecis, veitti verðlaununum viðtöku úr hendi Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Nýsköpunarþingið var haldið á Grand Hótel Reykjavík undir yfirskriftinni Nýjar lausnir – betri heilsa? Lesa meira
Nyskopunarthing-2018

24.10.2018 : Nýsköpunarþing og afhending Nýsköpunarverðlauna 2018

Nýsköpunarþing Rannís, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Íslandsstofu og Nýsköpunarsjóðs var haldið þriðjudaginn 30. október 2018, 14.00-16.30 á Grand Hótel Reykjavík. Nýsköpunarverðlaun Íslands 2018 voru afhent á þinginu. Mikill áhugi var á málefninu því uppselt var á þingið.

Lesa meira
Business-see-forum

22.10.2018 : Uppbyggingasjóður EES: ráðstefna í Portúgal 14.-16. nóvember 2018

Ert þú með verkefni tengt hagnýtingu sjávar, sem gæti einnig verið samstarfsverkefni Portúgals og Íslands? Þá er Business2Sea ráðstefnan 2018 kjörið tækifæri til að fræðast um fjármögnun Uppbyggingasjóðs EES til verkefna tengdum hagnýtingu sjávar. 

Lesa meira
Karholl-1

22.10.2018 : Kínversk-íslensk rannsóknastöð um norðurslóðir opnuð formlega

Þann 22. október tóku Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningamálaráðherra, og Jin Zhijian, sendiherra Kína á Íslandi, í notkun kínversk-íslensku rannsóknastöðina um norðurslóðir á Kárhóli, Þingeyjarsveit. 

Lesa meira
Markataetlun-kynning2.jpg

15.10.2018 : Kynningarfundur um Markáætlun í tungu og tækni

Rannís og Samtök atvinnulífsins boðuðu til opins kynningarfundar um Markáætlun í tungu og tækni mánudaginn 15. október í sal Samtaka atvinnulífsins. 

Lesa meira

15.10.2018 : Undirbúningsstyrkur Nordplus – tungumálaætlunar. Umsóknarfrestur framlengdur til 15. nóvember 2018

Umsóknarfrestur um styrki til undirbúningsheimsókna vegna Nordplus Sprog, tungumáláætlunarinnar hefur verið framlengdur.

Lesa meira
Hatidahold_Tallinn

8.10.2018 : Nordplus fagnar þrítugsafmæli

Haldið var upp á þrjátíu ára afmæli Nordplus áætlunarinnar í Tallinn í Eistlandi þann 4. október 2018. Einnig var því fagnað að tíu ár eru liðin frá því að Eystrasaltsríkin fengu aðild að áætluninni.

Lesa meira

2.10.2018 : Norræn tengslaráðstefna – Horizon 2020 Secure Societies

Norrænir fulltrúar fyrir Öryggisáætlun Horizon 2020 standa fyrir norrænni tengslaráðstefnu í Stokkhólmi þann 7. nóvember næstkomandi. Markmið ráðstefnunnar er að styrkja tengsl á milli norrænna aðila á þessu sviði og hvetja til samstarfs þeirra á milli við umsóknagerð í Öryggisáætlun Horizon 2020 og aðrar áætlanir.

Lesa meira

1.10.2018 : Opið fyrir umsóknir um styrki úr Tónlistarsjóði

Umsóknarfrestur rennur út 15. nóvember 2018 kl. 16.00. 

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica