Nordplus fagnar þrítugsafmæli

8.10.2018

Haldið var upp á þrjátíu ára afmæli Nordplus áætlunarinnar í Tallinn í Eistlandi þann 4. október 2018. Einnig var því fagnað að tíu ár eru liðin frá því að Eystrasaltsríkin fengu aðild að áætluninni.

  • Hatidahold_Tallinn

Á þessum þrjátíu árum hafa ótal einstaklingar og stofnanir fengið styrki til námsferða, þróunarverkefna og tengslamyndunar úr Nordplus áætluninni og um tíu þúsund manns njóta hennar á beinan og óbeinan hátt árlega.

Í tilefni tímamótanna var opnaður endurbættur Nordplus vefur þar sem finna má hafsjó af upplýsingum á norðurlandamálunum og ensku um áætlunina og undirverkefni hennar. 

Íslenski vefurinn www.nordplus.is er vitaskuld einnig aðgengilegur sem fyrr. Vakin er sérstök athygli á því að nú er einnig hægt að sækja um styrki til undirbúningsheimsókna.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica