Uppbyggingasjóður EES: ráðstefna í Portúgal 14.-16. nóvember 2018
Ert þú með verkefni
tengt hagnýtingu sjávar, sem gæti einnig verið samstarfsverkefni Portúgals og Íslands? Þá er Business2Sea ráðstefnan 2018 kjörið tækifæri til að fræðast um
fjármögnun Uppbyggingasjóðs EES til verkefna tengdum hagnýtingu sjávar.
Á Business2Sea
– Sea ráðstefnunni 2018 verður meðal annars viðburður þar sem áætlunin Blue Growth Business and Research á vegum Uppbyggingasjóðs EES verður kynnt, en um 38 milljónum evra verður úthlutað í Portúgal undir hennar merkjum. Fjármögnun sjóðsins verður beint sérstaklega að samstarfsverkefnum portúgalskra og
íslenskra og/eða norskra aðila og er viðburðurinn því kjörið tækifæri til að fræðast um mögulega
fjármögnun samstarfsverkefna af því tagi og til
tengslamyndunar fyrir íslenska aðila. Íslensk fyrirtæki og stofnanir sem
eru með haftengda rannsóknastarfsemi eru sérstaklega hvött til þátttöku.
Vakin er athygli á því að takmarkaður sætafjöldi er í
boði á ráðstefnunni fyrir íslenska aðila og verður valið
úr þátttakendum ef eftirspurn er mikil. Þátttaka í ráðstefnunni sjálfri er aðilum að kostnaðarlausu en nauðsynlegt er að skrá sig sérstaklega, bæði á ráðstefnuna og viðburðinn. Þátttakendur geta síðan sótt um 600 evra ferðastyrk í
kjölfar ráðstefnunnar.
Hér eru upplýsingar um tengslamyndunarviðburðinn en skrá þarf þátttöku í síðasta lagi 12. nóvember nk. hér.
Ráðstefnan verður haldin í Afandega Porto Congress Centre í Porto, Portúgal og hægt er að skrá sig á ráðstefnuna sjálfa hér.
Frekari upplýsingar veitir Kristmundur Þór Ólafsson hjá Rannís.