Norræn tengslaráðstefna – Horizon 2020 Secure Societies
Norrænir fulltrúar fyrir Öryggisáætlun Horizon 2020 standa fyrir norrænni tengslaráðstefnu í Stokkhólmi þann 7. nóvember næstkomandi. Markmið ráðstefnunnar er að styrkja tengsl á milli norrænna aðila á þessu sviði og hvetja til samstarfs þeirra á milli við umsóknagerð í Öryggisáætlun Horizon 2020 og aðrar áætlanir.
Á ráðstefnunni verður Öryggisáætlunin kynnt ásamt norrænum verkefnum, en einnig verður farið yfir þann stuðning sem landstengiliðir veita umsækjendum á þessu sviði.
Sérstakar vinnustofur verða skipulagðar undir eftirfarandi málaflokkum Öryggisáætlunar H2020 - (DRS) Disaster resilient societies, (INFRA) - Protecting the infrastructure of Europe and people in the European smart cities, (GM) - General Matters, (FCT) og Fight Against Crime and Terrorism.
Viðburðurinn hentar bæði fyrirtækjum og stofnunum úr rannsóknarumhverfinu, stefnumótandi aðilum, sem og aðilum sem koma að framkvæmd öryggismála.
Skráning og allar upplýsingar um viðburðinn má finna á vefslóð Norrænu tengslaráðstefnunnar.
Frestur til að skrá sig er til 17. október 2018.
Íslenskir aðilar er hvattir til að skrá sig sem fyrst þar sem takmarkað sætaframboð er í boði fyrir Ísland.
Frekari upplýsingar veitir Kristmundur Þór Ólafsson.
Eftiraldar kynningar frá viðburðinum má finna hér:
- SecureSocieties in Horizon 2020. Deputy Head of Unit Andrea de Candido,
DG Home, European Commission.
- ARCSAR -The Arctic Network: How to prepare a proposal. Professor Odd Jarl Borch and
Senior Advisor Irene
Andreassen, NORD University.
- SEREN4NCP network services. Kristmundur
Þór Ólafsson, Rannís.