Kynningarfundur fyrir umsækjendur í Eurostars-3
Tækniþróunarsjóður vill vekja athygli forsvarsfólks nýsköpunarfyrirtækja á rafrænum kynningarfundi fyrir umsækjendur í Eurostars-3, sem haldinn verður 12. júlí nk.
Opnað verður fyrir umsóknir þann 12. júlí nk. og er opið fyrir umsóknir til 15. september 2022.
Þetta er kjörið tækifæri fyrir lítil og meðalstór nýsköpunarfyrirtæki sem eru í alþjóðlegu samstarfi og eru að vinna að því að koma verkefni á markað.
Fundurinn fer fram á ensku.
- Vinsamlegast skráið þátttöku
- Nánari upplýsingar um kallið