Sérfræðingur í nýsköpunarteymi
Rannís óskar eftir sérfræðing í fullt starf í nýsköpunarteymi rannsókna- og nýsköpunarsviðs. Starfið er fjölbreytt og spennandi og felur í sér aðstoð við umsýslu Tækniþróunarsjóðs og umsjón með Nýsköpunarsjóði námsmanna auk annarra verkefna.
Umsóknarfrestur var 15. ágúst. Verið er að fara yfir umsóknir. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu.
Starfið felur í sér vinnu í nýsköpunarteymi rannsókna- og nýsköpunarsviðs Rannís þar sem stærstu verkefnin eru rekstur Tækniþróunarsjóðs, skattfrádráttur rannsókna- og þróunar og Nýsköpunarsjóður námsmanna. Verkefni starfsmanns eru meðal annars samskipti og upplýsingagjöf um fjárhæðir veittra styrkja Tækniþróunarsjóðs, greiðslur til styrkþega, afstemmingar á greiðslum úr sjóðum og skjalavarsla styrktra verkefna. Þá mun starfsmaður aðstoða við úthlutunarferli í Tækniþróunarsjóði og vinna sjálfstætt að úthlutun í Nýsköpunarsjóði námsmanna. Mikil samskipti eru við styrkþega.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólapróf sem nýtist í starfi
- Þekking á íslensku rannsókna- og nýsköpunarumhverfi er kostur
- Mjög góð kunnátta í íslensku og ensku bæði tal- og ritmáli
- Mjög góð færni í töflureikni er skilyrði ásamt færni í helstu Office forritum eða sambærilegu
- Góður skilningur á bókhaldi og uppgjörum er nauðsynlegur
- Reynsla af almennum skrifstofustörfum
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð ásamt góðri samskiptafærni
- Metnaður til að ná árangri í starfi með því að sýna vönduð vinnubrögð, frumkvæði og veita góða þjónustu
Upplýsingar um starfið veitir Ágúst Hjörtur Ingþórsson, forstöðumaður Rannís, í síma 515 5830 eða í töluvpósti. Senda póst
Umsókn skal fylgja ferilskrá, kynningarbréf og prófskírteini. Umsækjendum er bent á að kynna sér starfsemi Rannís á vefsíðu Rannís.
Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. reglur nr. 464/1996 um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum.
Við ráðningu í starfið verður tekið mið af jafnréttisáætlun Rannís og er fólk af öllum kynjum hvatt til að sækja um. Laun ákvarðast af viðeigandi kjarasamningi við fjármálaráðuneytið.
Rannís er líflegur vinnustaður með um 60 sérfræðingum sem starfa eftir gildum stofnunarinnar: Áhrif, fagmennska og samstarf. Hlutverk Rannís er að treysta stoðir íslensks samfélags með stuðningi við rannsóknir, nýsköpun, menntun og menningu og styðja þekkingarsamfélagið með rekstri samkeppnissjóða, aðstoð og kynningu á alþjóðlegum sóknarfærum og samstarfsmöguleikum. Rannís greinir og kynnir áhrif rannsókna, menntunar og menningar á þjóðarhag og þjónustar undirbúning vísinda- og tæknistefnu.