Arctic Research and Studies 2019 – 2020 framlengt til 31. maí 2022
Áætlunin Arctic Research and Studies 2019 – 2020 veitir sóknarstyrki til að styrkja samstarf á milli Íslands og Noregs á sviði norðurslóðafræða. Alltaf er opið fyrir umsóknir.
Sóknarstyrkir eru veittir vegna undirbúningsvinnu við gerð umsókna í alþjóðlega samkeppnissjóði. Styrkir nema að hámarki 25.000 evrum, þar af að hámarki 10.000 evrur í ferðakostnað. Styrkhæft tímabil hefur verið framlengt og er nú 27 mánuðir, frá 7. febrúar 2020 til 31. maí 2022.
Skilyrði er að a.m.k einn íslenskur og einn norskur lögaðili (háskóli, rannsóknastofnun eða aðrar skipulagseiningar) komi að umsókn.
Áætlunin byggir á samkomulagi um samstarf á sviði norðurslóðafræða á milli Íslands og Noregs. Utanríkisráðuneyti Noregs og Íslands fjármagna áætlunina en Rannís hefur umsjón með henni í samvinnu við Directorate for Higher Education and Competence (HK-dir) í Noregi.
Nánari upplýsingar um norðurslóðafræði og hvernig sótt er um: Arctic studies