Umsóknarfrestur Bókasafnasjóðs hefur verið framlengdur til 25. nóvember 2021

17.11.2021

Athugið að innsendar umsóknir frá því í september eru gildar.

Sjóðurinn styrkir skilgreindar rannsóknir og þróunar- og samstarfsverkefni á sviði bókasafna- og upplýsingamála. Sjóðnum er heimilt að styrkja verkefni sem efla faglegt samstarf bókasafna, m.a. alþjóðleg samstarfsverkefni.

Hverjir geta sótt um?

Öll bókasöfn sem falla undir bókasafnalög geta sótt um styrki, ein eða með öðrum bókasöfnum eða með öðrum aðilum.

Hlutverk bókasafnasjóðs samkvæmt VI. kafla bókasafnalaga nr. 150/2012 er að efla starfsemi bókasafna.

Umsóknarfrestur er til 25. nóvember kl. 15.00.

Umsóknum skal skilað rafrænt. Aðgangur að umsóknarkerfi, eyðublöðum fyrir skýrslur, matskvarða, ásamt lögum og reglugerðum um sjóðinn o.fl., er að finna á síðu sjóðsins. Nota þarf rafræn skilríki við gerð umsóknar og eingöngu er tekið við rafrænum fylgigögnum.

Nánari upplýsingar veita Óskar Eggert Óskarsson og Ragnhildur Zoëga: Senda póst









Þetta vefsvæði byggir á Eplica