Vísindavika norðurslóða 2020
Vísindavika norðurslóða er árleg samkoma alþjóðlegra samtaka sem hafa það sameiginlegt að styðja og hvetja til rannsókna á norðurslóðum. Vísindavikan verður haldin á Akureyri í 27. mars - 2. apríl 2020.
Alþjóðlega norðurskautsvísindanefndin (International ArcticScience Committee, IASC) hefur forgöngu um að Vísindavika norðurslóða er haldin i samstarfið við gestgjafa hvers lands hverju sinni. Markmið Vísindavikunnar er að skapa tækifæri fyrir alþjóðlega samvinnu og samstarf á öllum sviðum norðurslóðarannsókna.
Norðurslóðir eru eitt af þeim svæðum í heiminum þar sem örastar breytingar eru á umhverfi og samfélögum. Hlýnun loftslags, er hraðari þar en annars staðar í heiminum, sem stuðlar að aukinni bráðnun jökla, hafíss og sífrera og breytinga á sjávarstöðu. Þessar breytingar eru þegar farnar að hafa áhrif á líf alls almennings á þessum svæðum og munu hafa meiri áhrif á lífsgæði fólks á norðurslóðum í framtíðinni. Afkoma íbúa norðurslóða er nátengd umhverfisbreytingum ekki síst þeim sem verða í hafinu. Samfélög frumbyggja á norðurslóðum eru viðkvæmari en önnur fyrir þessum breytingum og þess vegna þarf að taka sérstakt tillit til þessara samfélaga með aðgerðum sem stuðlað geta að eflingu þeirra.
Þessi brýnu mál og fleiri verða í brennidepli á Vísindaviku norðurslóða (Arctic Science Summit Week, ASSW 2020) sem haldin verður á Akureyri 27. mars til 2. apríl 2020. Rannsóknamiðstöð Íslands – Rannís og Háskólinn á Akureyri skipuleggja vísindavikuna í nánu samstarfi við ráðuneyti menntamála, umhverfis og utanríkis- og Akureyrarbæ. Ráðstefnustjóri Vísindavikunnar er Federica Scarpa, sérfræðingur í heimskautarétti.
Vísindavikan er hluti hluti af formennskuáætlun Íslands í Norðurskautsráðinu og að fundur embættismanna aðildarríkja Norðurskautsráðsins verði haldinn á Akureyri í tengslum við Vísindavikuna.
Alþjóðlega norðurskautsvísindanefndin
Alþjóðlega norðurskautsvísindanefndin (International Arctic Science Committee, IASC ) sameinar opinberar stofnanir og samtök á sviði norðurslóðavísinda frá 23 ríkjum og er langmikilvægasti alþjóðlegi samstarfsvettvangurinn fyrir rannsóknir á norðurslóðum. Núverandi fulltrúi í stjórn IASC er Þorsteinn Gunnarsson, sérfræðingur Rannís.
IASC hefur áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu og gegnir mikilvægu hlutverki við miðlun upplýsinga frá vísindasamfélaginu til ráðsins um niðurstöður rannsókna á breytingum í náttúrufari norðurslóða.