Vinnusmiðjur um stefnumótun fyrir norðurslóðir

8.5.2019

Dagana 8. til 9. október 2019 verða haldnar vinnusmiðjur um nauðsyn á stefnumótun fyrir norðurslóðir hjá Rannís í Borgartúni 30, Reykjavík.

  • Nordurskautsmynd-augl-2019

Þann 8. október 2019 munu The Association of Polar Early Career Scientists (APECS), German Arctic Office of the Alfred Wegener Institute, Helmholtz Centre for Polar and Marine Research (AWI) og Rannsóknamiðstöð Íslands (RANNÍS), í samstarfi við þýska sendiráðið í Reykjavík, með stuðningi German Federal Foreign Office, halda vinnusmiðjur um nauðsyn á stefnumótun fyrir norðurslóðir sem byggist á vísindalegum niðurstöðum undir heitinu: "Raising awareness and building capacity for science-based policy-making". Vinnusmiðjurnar verða haldnar í húsnæði Rannís að Borgartúni 30, Reykjavík dagana 8. til 9. október 2019, eða rétt fyrir fund Norður-Heimskautaráðsins.

Fjöldi þátttakenda á vinnustofunni takmarkast við 30 manns.

Nánari upplýsingar um vinnusmiðjurnar má finna hér. Einnig eru ítarlegar upplýsingar á vefsíðu APECS.

Umsóknarfrestur er til 31. maí 2019 kl. 13:00.

Nánari upplýsingar veitir Þorsteinn Gunnarsson.  Senda póst.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica