Úthlutun úr Rannsóknarsjóði Sigrúnar Ástrósar Sigurðardóttur og Haralds Sigurðssonar fyrir árið 2017

1.6.2017

Stjórn Rannsóknarsjóðs Sigrúnar Ástrósar Sigurðardóttur og Haralds Sigurðssonar hefur lokið úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2017, en umsóknarfrestur rann út 2. maí síðastliðinn. Markmið sjóðsins er að veita styrki til eflingar rannsóknum á korta- og landfræðisögu Íslands og íslenskri bókfræði og stuðla að útgáfu rita um þau efni.

Alls bárust 7 umsóknir í sjóðinn.  Úthlutað  var tæplega 3,8 milljónum kr. í styrki eða tæplega 51% umbeðinnar upphæðar.

Hér er listi yfir styrkþega* 

Titill Nafn Stofnun Veitt 2017 þús. kr.
Upphaf kortagerðar og saga íslenskrar landfræði Astrid Elisabeth Jane White Ogilvie Stofnun Vilhjálms Stefánssonar 800
Jarðreisa Sæmundar Magnússonar Hólm Ásgeir Gunnar Ásgeirsson   1000
Íslensk túnakort frá upphafi 20. aldar Elín Ósk Hreiðarsdóttir Fornleifastofnun Íslands ses 220
Hvað er í öskjunum? Fornbréf úr safni Árna Magnússonar Þórunn Sigurðardóttir Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum 500
Edduútgáfur og þjóðernisorðræða 1665-1830 Gylfi Gunnlaugsson ReykjavíkurAkademían 500
Texti Gandreiðar sem sýnishorn af heimsmynd Íslendinga á 17. öld Sigurlín Bjarney Gísladóttir Háskóli Íslands, Gimli 500
Íslenskar bækur Uno von Troil - útgáfustyrkur Steingrímur Jónsson Samfundet Linköpings Stiftsbiblioteks vänner 250
    Samtals: 3770

*Listinn er birtur með fyrirvara um villur.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica