Undirbúningsstyrkir Nordplus
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um undirbúningsstyrki í Nordplus Junior, (leik- grunn- og framhaldsskólastig), Nordplus Voksen (fullorðinsfræðsla) og Nordplus Sprog (norræn tungumál). Umsóknarfrestur er til 1. október 2019.
Tilgangurinn með undirbúningsstyrkjum er að auðvelda leit að samstarfsaðilum og til að undirbúa og þróa umsóknir fyrir komandi umsóknarfrest Nordplus, sem er 1. febrúar 2020.
Umsóknarfrestur um undirbúningsstyrki Nordplus er til 1. október 2019 og er sótt um hér.