Styrkir úr Barnamenningarsjóði

22.2.2020

Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Barnamenningarsjóði Íslands. Sjóðurinn er átaksverkefni til fimm ára, stofnaður í tilefni aldarafmælis fullveldisins á hátíðarfundi Alþingis 18. júlí 2018. Umsóknarfrestur rennur út 1. apríl 2020 kl. 16.00.

  • Máluð mynd af blómum

Hlutverk Barnamenningarsjóðs er að styðja fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi. 

Verkefni sem hvetja til lýðræðislegrar virkni barna í samfélaginu eða taka mið af inntaki Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna hafa sérstakt vægi. Einnig þau verkefni sem unnin eru í nánu samstarfi tveggja aðila eða fleiri, svo sem menningarstofnana, skóla, listafólks og félagasamtaka. Sérstaklega er hvatt til þess að samstarfsverkefni séu unnin í samstarfi ólíkra aðila, t.d. að stofnanir leiti fremur samstarfs við skapandi fólk en aðrar stofnanir. 

Upplýsingar og umsóknargögn er að finna á vef sjóðsins 

Umsóknarfrestur rennur út 1. apríl 2020 kl. 16.00. Ekki er hægt að senda inn umsóknir eftir þann tíma. 

Umsóknum og lokaskýrslum skal skila á rafrænu formi.

Einungis er veitt úr sjóðnum einu sinni á ári. Næsti umsóknarfrestur verður í kringum mánaðamótin mars-apríl 2021.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica