Síðustu vinnuáætlanir Horizon 2020 birtar

10.7.2019

Vinnuáætlanir Horizon 2020 rannsókna- og nýsköpunaráætlunar ESB hafa nú verið birtar fyrir allar undiráætlanir, með nýjustu breytingum fyrir tímabilið 2019-2020. 

  • Horizon-2020-logo-2

Um er að ræða lokaútgáfur vinnuáætlana (Work Programmes) fyrir allar undiráætlanir Horizon 2020 og mun verða opnað fyrir umsóknir á mismunandi tímum eftir áætlunum og köllum. Einnig er nú hægt að nálgast tækifæri undir nýrri nýsköpunaráætlun (European Innovation Council Pilot) sem mun verða fyrirferðamikil í næstu rammaáætlun, Horizon Europe. 

Alþjóðasvið Rannís veitir allar upplýsingar um Horizon 2020 en einnig er hægt að hafa beint samband við landstengiliði (National Contact Points) viðkomandi undiráætlunar. Nánari upplýsingar má fá í fréttatilkynningu frá framkvæmdastjórn ESB hér: Commission to invest €11 billion in new solutions for societal challenges and drive innovation-led sustainable growth.

Hér að neðan er listi með tenglum í nýjustu útgáfur (júlí 2019) vinnuáætlana 2018-2020 eftir stoðum og undiráætlunum:

Öndvegisrannsóknir (Excellent Science)

Forysta í atvinnulífi (Industrial Leadership)

Samfélagslegar áskoranir (Societal Challenges)

Annað og þverfaglegt









Þetta vefsvæði byggir á Eplica