Síðustu vinnuáætlanir Horizon 2020 birtar
Vinnuáætlanir Horizon 2020 rannsókna- og nýsköpunaráætlunar ESB hafa nú verið birtar fyrir allar undiráætlanir, með nýjustu breytingum fyrir tímabilið 2019-2020.
Um er að ræða lokaútgáfur vinnuáætlana (Work Programmes) fyrir allar undiráætlanir Horizon 2020 og mun verða opnað fyrir umsóknir á mismunandi tímum eftir áætlunum og köllum. Einnig er nú hægt að nálgast tækifæri undir nýrri nýsköpunaráætlun (European Innovation Council Pilot) sem mun verða fyrirferðamikil í næstu rammaáætlun, Horizon Europe.
Alþjóðasvið Rannís veitir allar upplýsingar um Horizon 2020 en einnig er hægt að hafa beint samband við landstengiliði (National Contact Points) viðkomandi undiráætlunar. Nánari upplýsingar má fá í fréttatilkynningu frá framkvæmdastjórn ESB hér: Commission to invest €11 billion in new solutions for societal challenges and drive innovation-led sustainable growth.
Hér að neðan er listi með tenglum í nýjustu útgáfur (júlí 2019) vinnuáætlana 2018-2020 eftir stoðum og undiráætlunum:
Öndvegisrannsóknir (Excellent Science)
- Styrkir Evrópska rannsóknaráðsins (ERC-2020)
- Stuðningur við framtíðartækni (Future and EmergingTechnologies – FETs)
- MarieSklodowska-Curie Actions (MSCA)
- Stuðningurvið rannsóknarinnviði (Research infrastructures (including e-Infrastructures)
Forysta í atvinnulífi (Industrial Leadership)
- Inngangur að vinnuáætlunum um forystu í atvinnulífi (Introduction to Leadership in enabling and industrial technologies – LEITs)
- Aðgengi að áhættufjármagni (Access to risk finance)
- Nýsköpuní litlum og meðalstórum fyrirtækjum (Innovation in SMEs)
Samfélagslegar áskoranir (Societal Challenges)
- SC1 Heilbrigði og lýðheilsa (Health, demographic change andwell-being)
- SC2 Fæðuöryggi, landbúnaður og sjávarrannsóknir (Food security, sustainable agriculture and forestry, marine and maritime and inland water research and the bioeconomy)
- SC3 Orka (Secure, clean and efficient energy)
- SC4 Samgöngur (Smart, green and integrated transport)
- SC5 Umhverfi, loftslagsmál og auðlindir (Climate action, environment, resource efficiency and raw materials
- SC6 Evrópskt samfélag í breyttum heimi (Europe in a changing world - inclusive, innovative and reflective societies)
- SC7 Öryggi og samfélag (Secure societies – protecting freedom and security of Europe and its citizens)