Samspil vísinda við stefnumótun stjórnvalda

3.10.2019

Dagana 8.-9. október næstkomandi fer fram hjá Rannís vinnusmiðja fyrir unga vísindamenn um samspil vísinda við stefnumótun stjórnvalda. 

  • Ísjaki fyrir framan byggingu

Samstarfsaðilar Rannís um skipulag vinnusmiðjunnar eru: Association of Polar Early CareerScientists (APECS), Alfred Wegener Rannsóknastofnunin í Þýskalandi, Sendiráð Þýskalands á Íslandi, og utanríkisráðuneytin í Þýskalandi og Bretlandi. Þátttakendur í vinnusmiðjunni verða 30 vísindamenn, meðal annars frá Þýskalandi, Bretlandi, Íslandi og svæðum frumbyggja á norðurslóðum.

Meðal fyrirlesara eru Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Fran Ulmer, formaður bandarísku norðurskautsstofnunarinnar og Dietrich Becker, sendiherra Þýskalands. 

Niðurstöður Vinnusmiðjunnar verða síðan kynntar á þingi Arctic Circle en fulltrúar Rannís taka einnig virkan þátt í þingi Arctic Circle 10.-13. október næstkomandi og halda erindi um alþjóðlegt vísindasamstarf í sex málstofum á þinginu.

Skoða vefsvæði Arctic Circle

Arctic Circle ráðstefnan fer fram í Hörpu 10.-13. október 

Sjá dagskrá Arctic Circle ráðstefnunnar

Nánari upplýsingar veitir Þorsteinn Gunnarsson: Þorsteinn Gunnarsson.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica