Rannís auglýsir eftir styrkumsóknum í Hljóðritasjóð

31.1.2019

Hlutverk Hljóðritasjóðs er að efla hljóðritun á íslenskri tónlist. Veittir eru styrkir til að taka upp nýja, frumsamda íslenska tónlist og þannig er stutt við nýsköpun hennar. 

  • Hljodritasjodur

Hljóðritin skulu kostuð af íslenskum aðilum en mega einnig vera samstarfsverkefni við erlenda aðila.

Styrkir eru veittir til ákveðinna verkefna að hámarki til eins árs.

Umsóknarfrestir eru tvisvar á ári í mars og september.

Næsti umsóknarfrestur er 15. mars 2019 kl. 16:00.

Umsóknum og lokaskýrslum skal skila á rafrænu formi.

Nánari upplýsingar á síðu Hljóðritasjóðs.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica