Rannís á Framadögum
Rannís tekur þátt í Framadögum í Háskólanum í Reykjavík, fimmtudaginn 24. janúar frá kl.10.00-14.00.
Þar munu starfsmenn Rannís meðal annars kynna Erasmus+, Europass, Farabara, Tækniþróunarsjóð og Nýsköpunarsjóð námsmanna. Verið velkomin!
Framadagar er árlegur viðburður, skipulagður af AIESEC. Megintilgangur Framadaga er að gefa ungu fólki á Íslandi tækifæri til þess að komast í kynni við íslenskt atvinnulíf og önnur fjölbreytt tækifæri víðs vegar um heiminn.
Sjá nánari dagskrá og staðsetningu þátttakenda á vef Framadaga.