Kynningarfundur Loftslagssjóðs í Norræna húsinu fimmtudaginn 28. nóvember kl. 12:00-13:00

22.11.2019

Loftslagssjóður er nýr samkeppnissjóður sem heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðherra og hefur ráðherra falið Rannís umsjón með honum

  • Mynd-vef

Hlutverk Loftslagssjóðs er að styðja við nýsköpunarverkefni á sviði loftslagsmála og verkefni sem lúta að kynningu og fræðslu um áhrif loftslagsbreytinga. Umsóknir um styrki eru metnar út frá hlutverki og tilgangi sjóðsins og áherslum stjórnar.

Á fundinum 28. nóvember verða áherslur fyrir fyrstu úthlutun kynntar sem og umsóknarferli. 

 

 

Dagskrá:

  • Ávarp: Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra
  • Áherslur stjórnar: Hildur Knútsdóttir, formaður stjórnar
  • Handbók sjóðsins, umsóknarkerfi og faglegt matsferli: Ása Guðrún Kristjánsdóttir, sérfræðingur hjá Rannís

Húsið opnar kl. 11:30 og boðið verður upp á léttan hádegisverð fyrir fundinn.

Allir velkomnir en gestir eru vinsamlega beðnir um að skrá sig: Skrá mig á fund

Streymt verður frá fundinum: Opna streymi









Þetta vefsvæði byggir á Eplica