Opið fyrir umsóknir um styrki úr Tónlistarsjóði
Umsóknarfrestur rennur út 15. maí 2019 kl. 16.00.
Rannís auglýsir eftir styrkumsóknum úr Tónlistarsjóði til verkefna sem efnt verður til á tímabilinu 1. júlí til 31. desember 2019.
Hlutverk Tónlistarsjóðs er að efla íslenska tónlist og stuðla að kynningu á íslenskum tónlistarmönnum og tónsköpun þeirra. Sjóðurinn skiptist í tvær deildir, tónlistardeild og markaðs- og kynningardeild.
Umsóknarfrestur rennur út 15. maí 2019 kl. 16.00. Ekki er hægt að senda inn umsóknir eftir þann tíma.
Umsóknum skal skilað rafrænt í gegnum umsóknarkerfi Rannís.
Nánari upplýsingar á síðu Tónlistarsjóðs.