Nýsköpunarþing 2019

15.10.2019

Nýsköpunarþing Rannís, Íslandsstofu, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Nýsköpunarsjóðs verður haldið mánudaginn 21. október 2019, kl. 15.00-17.00 á Grand Hótel Reykjavík. Nýsköpunarverðlaun Íslands 2019 verða afhent á þinginu.

  • Nýsköpunarþing 2019

Þema þingsins í ár er Sjálfbærni til framtíðar.

Umræðuefni Nýsköpunarþinganna er ávallt valið með það í huga að ýta undir skilning manna á samspili vísinda, tækni og þekkingar annars vegar og vöruframleiðslu og markaðsstarfs hins vegar. Nýsköpunarverðlaun Íslands eru veitt á Nýsköpunarþingi.

 


Dagskrá

Formleg dagskrá hefst kl. 15.00 og lýkur kl. 17.00 

  • Ávarp

       Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra

  • Viðtöl við frumkvöðla og fólk í nýsköpun:

       Skilaboð um framtíðina,  Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir, aðgerðasinni og nemandi

  • Aðalfyrirlesari, erindi

      Dr. Leyla Acaroglu, frumkvöðull, hönnuður og stofnandi UnSchool of Disruptive Design,              Disrupt Design og CO Project Farm.

  • Viðtöl við frumkvöðla og fólk í nýsköpun:

        Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir, aðstoðarforstjóri Carbon Recycling International

  •  Upplýsingatækni í þágu umhverfisins

        Jón Ágúst Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Klappa

  •  Sjávarútvegur og nýsköpun

        Guðrún Anna Finnbogadóttir, verkefnastjóri Vestfjarðastofu

  • Viðtöl við frumkvöðla og fólk í nýsköpun:

       Kristinn Jón Ólafsson, verkefnastjóri Snjallborgar hjá Reykjavík

       Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Markaða Landsbankans og fyrrum                stjórnarformaður IcelandSIF, félags um ábyrgar og sjálfbærar fjárfestingar.

  • Spennum beltin - ókyrrð framundan

       Rakel Garðarsdóttir, frumkvöðull, framkvæmdastjóri og stofnandi Verandi og Vakandi

  • Nýsköpunarverðlaun Íslands 2019

      Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra afhendir verðlaunin

Fundarstjóri: Huld Magnúsdóttir, forstöðumaður Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins.

Í lok Nýsköpunarþings er boðið uppá léttar veitingar.

Nýsköpunarþinginu er streymt hér.










Þetta vefsvæði byggir á Eplica