Nýsköpunarumhverfið á Íslandi
Niðurstaða könnunar meðal sprotafyrirtækja var kynnt þriðjudaginn 14. janúar kl. 12-13 á Nauthól Reykjavík.
Í samstarfi við Gallup og Tækniþróunarsjóð framkvæmdi Northstack umfangsmikla könnun á árinu 2019 á meðal þeirra sprotafyrirtækja sem sótt hafa um styrk í Tækniþróunarsjóð á sl. þremur árum.
Úrtak samanstóð af þeim 753 sem höfðu sótt um styrk til sjóðsins og fengust svör frá 269 (35,7%).
Meðal helstu niðurstaðna er:
- 73,5% telja það hafa mjög eða frekar neikvæð áhrif á rekstur nýsköpunarfyrirtækja að hafa séríslenskan gjaldmiðil
- Svarendur er almennt jákvæð fyrir framtíð nýsköpunar (75,8%), og telja almenningsálitið vera jákvætt í garð nýsköpunar (75,7%)
- Fáir eru sammála því að Ísland sé góður staður fyrir fyrirtæki í örum vexti (18,2% sammála) eða alþjóðleg nýsköpunarfyrirtæki (18,9% sammála)
- Misgóð vitund er um ívilnanir: 51,2% vissu ekki af ívilnunum fyrir erlenda sérfræðinga; 22,8% vissu ekki af endurgreiðslum vegna rannsókna- og þróunarstarfs
- 61% finnst bankaþjónusta á Íslandi henta illa eða mjög illa fyrir nýsköpunarfyrirtæki
Niðurstöður eru opnar og aðgengilegar á vefnum Nýsköpunarlandið
Niðurstöður könnunarinnar voru kynntar á viðburði skipulögðum af Icelandic Startups, þar sem Kristinn Árni L. Hróbjartsson fór yfir helstu niðurstöður.
Þá voru pallborðsumræður um niðurstöðurnar. Í pallborði sátu: Guðmundur Kristjánsson, stofnandi Lucinity, Kjartan Ólafsson, frumkvöðull og englafjárfestir, Ragnheiður H. Magnúsdóttir, forstöðumaður hjá Veitum og formaður Tækninefndar og Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups.