Ný stjórn Tækniþróunarsjóðs

12.7.2019

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra hefur skipað nýja stjórn Tækniþróunarsjóðs.

  • TS-logo

Hlutverk sjóðsins er að styðja þróunarstarf og rannsóknir sem stuðla að nýsköpun í íslensku atvinnulífi og eflingu samkeppnishæfni landsins. Tækniþróunarsjóður fjármagnar nýsköpunarverkefni í samræmi við meginstefnu Vísinda- og tækniráðs. 

„Við viljum í gegnum Tækniþróunarsjóð ná til þeirra sem eru að þróa nýjar tæknilausnir í þágu samfélags, atvinnuþróunar, loftslagsmála, heilsu, velferðar og verðmætasköpunar. Undanfarin ár hefur sjóðurinn stutt dyggilega við bakið á fjölmörgum verkefnum og það er í höndum nýrrar stjórnar að halda þessu þýðingarmikla starfi áfram,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir nýsköpunarráðherra og þakkar um leið fyrrverandi stjórn fyrir sitt framlag. 

Nýja stjórn skipa:

  • Tryggvi Þorgeirsson, Sidekickhealth, formaður stjórnar, tilnefndur af ferðamála-,iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
  • Laufey Hrólfsdóttir, Sjúkrahúsið á Akureyri, tilnefnd af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
  • Sigríður Vigdís Vigfúsdóttir, Primex, tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins
  • Óttar Snædal Þorsteinsson, Samtökum atvinnulífsins, tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins,
  • Magnús Oddsson, Össur, tilnefndur af Samtökum iðnaðarins
  • Sigyn Jónsdóttir, Men and Mice ehf., tilnefnd af Vísinda- og tækniráði

Stjórn Tækniþróunarsjóðs er skipuð næstu tvö ár, til 1. júní 2021. Nánari upplýsingar um Tækniþróunarsjóð má finna á hér.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica