Nordplus auglýsir eftir umsóknum
Opið er fyrir umsóknir um styrki í Nordplus. Áhersluatriði áætlunarinnar fyrir 2020 eru stafræn hæfni og forritunarleg hugsun. Umsóknarfrestur er til 3. febrúar 2020.
Hægt er að sækja um styrki til mannaskipta- og samstarfsverkefna á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi (Nordplus Junior), á háskólastigi (Nordplus Higher Education), í fullorðinsfræðslu (Nordplus Voksen), til norrænna tungumála (Nordplus Nordens Sprog) og í þveráætlun Nordplus (Nordplus Horizontal).
Áhersluatriði áætlunarinnar fyrir 2020 eru stafræn hæfni og forritunarleg hugsun. Áhersluatriðin eru þó ekki skilyrði fyrir styrk heldur er einnig horft til gæða umsókna.
Umsóknarfrestur er til 3. febrúar 2020.
Nánari upplýsingar má finna á Nordplusonline.org . Þar er að finna tengla á Espresso-umsóknarkerfið og Nordplus handbókina fyrir 2020.
Ef einhverjar spurningar vakna eru umsækjendur hvattir til að hafa samband við:
Nordplus fyrir leik-grunn- og framhaldsskóla: Skúli Leifsson
Nordplus fyrir háskólastigið: Óskar E. Óskarsson
Nordplus fyrir fullorðinsfræðslu: Dóra Stefánsdóttir
Norræn tungumál og þveráætlun sem nær yfir öll skólastig: Þorgerður E. Björnsdóttir