NordForsk auglýsir eftir umsóknum í áætlun um sjálfbært fiskeldi
Til stendur að úthluta 72 milljónum norskra króna til sex til átta verkefna og er umsóknarfrestur 5. maí 2020. Lögð er áhersla á að bak við hverja umsókn séu að minnsta kosti þrír aðilar, þar af tveir frá Norðurlöndunum.
Hvert verkefni hlýtur að hámarki 10 milljónir norskra króna og lengd verkefnisins skal vera þrjú til fjögur ár.
Áhersla áætluninnar er sjálfbært fiskeldi (Sustainable aquaculture). Lögð er áhersla á að rannsóknaráætlanirnar skapi nýja þekkingu ásamt nýjum lausnum fyrir sjálfbært fiskeldi laxfiskaætta á landi og í sjó.
Óskað er eftir umsóknum á eftirfarandi sviðum:
- Aquaculture microbiome systems
- Aquaculture feeding systems
- Biotechnological advances
- Aquaculture "big data" monitoring and control systems
Tækniþróunarsjóður og AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi munu í sameiningu leggja allt að 45 milljónir króna til íslenskra aðila er hljóta styrk úr áætluninni.
Nánari upplýsingar er að finna á vef NordForsk
- Tengiliður hjá Rannís: Kolbrún Bjargmundsdóttir, kolbrun@rannis.is
- Tengiliður hjá AVS: Pétur Bjarnasson, peturb@byggdastofnun.is