Kynning á tækifærum Uppbyggingarsjóðs EES

17.1.2019

Miðvikudaginn 23. janúar kl. 10:00-11:00 verður haldinn kynningarfundur vegna tækifæra í nýjum áætlunum Uppbyggingarsjóðs EES. Fundurinn verður haldinn í húsnæði Rannís, Borgartúni 30, 3. hæð í samstarfi við utanríkisráðuneytið. 

  • Merki fyrir EES styrki

Kynnt verða samstarfstækifæri innan Uppbyggingarsjóðs EES fyrir fyrir skóla, fyrirtæki, stofnanir og samtök til evrópsks samstarfs á sviðum rannsókna, menntunar og menningar.

Á fundinum kynnir Eva Þóra Karlsdóttir samskiptafulltrúi skrifstofu Uppbyggingarsjóðs EES í Brussel nýtt tímabil sem er að hefjast og Elísabet M. Andrésdóttir kynnir þjónustu Rannís í tengslum við Uppbyggingarsjóðinn.

Uppbyggingarsjóður EES er fjármagnaður af Íslandi, Noregi og Liechtenstein með því markmiði að draga úr efnahagslegum og félagslegum ójöfnuði innan evrópska efnahagssvæðisins og styrkja tengsl ríkjanna þriggja við 15 styrkþegaríki sjóðsins í Evrópu.  Á næstu árum mun sjóðurinn veita 1,5 miljörðum evra til verkefna á ýmsum sviðum, til að mynda grænna orkugjafa, mannréttinda, rannsókna, menntunar og menningar. Núverandi tímabil sjóðsins er 2014-2021.

Hingað til hafa um 200 íslensk samtök, stofnanir og fyrirtæki tekið þátt í Evrópusamstarfi á vegum Uppbyggingarsjóðs EES. Nánar um sjóðinn á heimasíðu hans, en nú í janúar 2019 eru fyrirhugaðar nokkrar kynningar á starfsemi sjóðsins

Kynningin fer fram miðvikudaginn 23. janúar kl. 10:00 - 11:00, Rannís, Borgartúni 30, 3 hæð. Ekki þarf að skrá þátttöku og eru allir áhugasamir velkomnir.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica