Hugbúnaðarsérfræðingur

15.11.2017

Hugbúnaðarsérfræðingur óskast í fullt starf hjá Rannís. Starfið felst í verkefnastjórnun ásamt hugbúnaðargerð og umsjón með umsókna- og upplýsingakerfi fyrir Rannís.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun á sviði hugbúnaðarfræða eða annað sambærilegt nám skilyrði
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð ásamt góðri samskiptafærni
  • Metnaður til að ná árangri í starfi með því að sýna vönduð vinnubrögð, frumkvæði og veita góða þjónustu
  • Þekking og reynsla á SQL, Java, PHP, JavaScript er æskileg
  • Reynsla af hugbúnaðargerð, Agile og Scrum er æskileg

Upplýsingar um starfið veitir Sigurður Björnsson, sviðstjóri rannsókna- og nýsköpunarsviðs. Sími 515 5801 eða sigurdur.bjornsson@rannis.is.

Umsóknarfrestur er til og með 11. desember 2017

 

Sækja um starf

Umsækjendur sendi rafræna umsókn með ferilskrá og kynningarbréfi ásamt afriti af prófskírteini.

Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. reglur nr. 464/1996 um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum.

Við ráðningu í starfið verður tekið mið af jafnréttisáætlun Rannís. Laun greiðast samkvæmt viðeigandi kjarasamningi við fjármálaráðuneytið.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu.

Rannís er miðstöð stuðningskerfis vísinda- og tæknisamfélagsins, menntunar og þróunar mannauðs ásamt menningar og skapandi greina. Rannís stuðlar að þróun þekkingarsamfélagsins í gegnum rekstur samkeppnissjóða, aðstoð og kynningu á alþjóðlegum sóknarfærum og samstarfsmöguleikum. Hlutverk Rannís er að veita faglega aðstoð og þjónustu við undirbúning og framkvæmd vísinda- og tæknistefnu Vísinda- og tækniráðs.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica