Heimsókn mennta- og menningarmálaráðherra í Rannís
Lilja Alfreðsdóttir mennta- menningarmálaráðherra heimsótti stofnunina á dögunum og fræddist um fjölbreytta starfsemi Rannís og vinnu sem er á lokastigum við mótun stefnu stofnunarinnar til ársins 2025.
Stuðningur við íslenskt þekkingarsamfélag og nýsköpun
Rannís er ein af undirstofnunum mennta- og menningarmálaráðuneytisins en hlutverk hennar er að styðja við rannsóknir, nýsköpun, menntun og menningu.
Rannís hefur umsjón með helstu samkeppnissjóðum á þeim sviðum, listamannalaunum, samstarfsáætlunum ESB (Erasmus+, Creative Europe og Horizon 2020) og norrænum áætlunum (Nordplus og Nordforsk) sem veita styrki til rannsóknarverkefna, náms og þjálfunar. Af innlendum samkeppnissjóðum eru Rannsóknasjóður og Tækniþróunarsjóður stærstir.
Lilja Alfreðsdóttir mennta- menningarmálaráðherra heimsótti stofnunina á dögunum og fræddist um fjölbreytta starfsemi Rannís og vinnu sem er á lokastigum við mótun stefnu stofnunarinnar til ársins 2025.
„Rannís hefur vaxið og dafnað sem öflug stofnun sem veitir afar mikilvægan stuðning við menntastofnanir, atvinnulíf og einstaklinga. Þar eru hýstir rúmlega 20 innlendir sjóðir og 5 erlendar samstarfsáætlanir sem yfir 10.000 einstaklingar njóta góðs af á ári hverju. Það er virkilega fróðlegt að kynnast hversu marga snertifleti starfsemi Rannís hefur við íslenskt atvinnu- og menningarlíf og hvernig hún styður við áherslur stjórnvalda á þeim sviðum,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
Sjá nánar um heimsóknina: