Auglýst eftir umsóknum í NOS-HS

26.2.2020

NOS-HS býður upp á styrki til að standa straum af kostnaði vegna vinnusmiðja (workshops). Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 6. apríl (var 31. mars 2020).

  • NOS-HS-frett

Rannsakendur sem starfa að rannsóknum í hug- og félagsvísindum og skyldum greinum geta sótt um styrk. Rannsakendur frá að minnsta kosti þremur Norðurlöndum skulu koma hverri umsókn, þar sem skipulagðar eru tvær til þrjár vinnusmiðjur í röð.

Markmið styrkjanna er að stuðla að samvinnu og myndun tengslanets milli norrænna rannsakenda og að þróun nýrra rannsóknasviða og verkefna innan hug- og félagsvísinda á Norðurlöndunum. Markmiðið er einnig að styðja þátttöku norrænna rannsakenda í stórum alþjóðlegum verkefnum (t.d. Horizon 2020).

Hægt er að sækja um styrk fyrir kostnaði við skipulagningu vinnusmiðjanna, en ekki fyrir kostnaði vegna rannsókna.

Umsóknarkerfi NOS-HS hefur verið opnað og umsóknarfrestur rennur út 6. apríl 2020 kl. 14:15 (16:15 að finnskum tíma).









Þetta vefsvæði byggir á Eplica