Auglýst eftir umsóknum um styrki til íslenskukennslu

16.10.2020

Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki til íslenskukennslu fyrir útlendinga sem er ekki hluti af almennu námi á grunn- eða framhaldsskólastigi. Upphæð sjóðsins er samþykkt af Alþingi í fjárlögum fyrir árið 2021. Umsóknarfrestur er til 3. desember 2020, kl. 16:00.

Fræðsluaðilar, fyrirtæki og stofnanir sem bjóða starfsmönnum sínum upp á skipulagða kennslu í íslensku, og eru á fyrirtækjaskrá, geta sótt um styrki. Fyrirtæki eða stofnanir, sem ekki eru viðurkenndir fræðsluaðilar, þurfa að láta undirritaðan samning við viðurkenndan fræðsluaðila, sem annast kennsluna, fylgja umsókninni.

Markmiðið með styrkjunum er að gefa öllum sem búsettir eru hér á landi og skráðir eru með lögheimili í Þjóðskrá, tækifæri til að öðlast nauðsynlega færni í íslensku til að geta orðið virkir samfélagsþegnar á Íslandi. Hælisleitendur eru þó undanþegnir kröfu um skráningu í Þjóðskrá á meðan málefni þeirra eru til skoðunar hjá stjórnvöldum.

Upplýsingar um sjóðinn veitir Skúli Leifsson, sérfræðingur á mennta- og menningarsviði i síma 515 5843 og á skuli.leifsson(hja)rannis.is

Nánari upplýsingar á síðu sjóðsins









Þetta vefsvæði byggir á Eplica