Taktu þátt í stefnumótun Tækniþróunarsjóðs

7.10.2020

Mikil gróska hefur verið í nýsköpunarsamfélaginu undanfarin ár sem meðal annars endurspeglast í síauknum fjölda umsókna til Tækniþróunarsjóðs. Á næsta ári er fyrirhugað að sjóðurinn fái aukið fjármagn til að styrkja nýsköpunarverkefni.

Stjórn sjóðsins hefur því ákveðið að fara í stefnumótun með hagsmunaaðilum til að tryggja að fjármagn sjóðsins nýtist sem best í nýsköpunarkeðjunni, frá fyrstu skrefum í vöruþróun yfir í að koma vöru á markað. Í kjölfar stefnumótunarinnar mun sjóðurinn auglýsa hvenær næstu umsóknafrestir verða á fyrsta ársfjórðungi næsta árs.

Sjóðurinn mun kalla eftir athugasemdum og tillögum að breytingum frá hagsmunaaðilum í nýsköpunarsamfélaginu, þ.á.m. almenningi.

Allir sem vilja taka þátt, geta komið tillögum/athugasemdum á framfæri til sjóðsins með því að fylla út sérstakt eyðublað. Frestur til þátttöku er til og með 31. október nk. 

Eyðublað fyrir tillögur/athugasemdir









Þetta vefsvæði byggir á Eplica