Viðurkenning fyrir vísindamiðlun

22.9.2021

Viðurkenning Rannís fyrir vísindamiðlun 2021 verður veitt í beinu streymi frá Nauthóli föstudaginn 24. september kl. 15:00 - 16:00. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra afhendir viðurkenninguna fyrir hönd Rannís.

  • Visindavaka-2019-4_1631189205164

Viðurkenning fyrir vísindamiðlun er veitt einstaklingi, stofnun, fyrirtæki, samtökum eða verkefni, sem þykir hafa staðið ötullega að því að miðla vísindum og fræðum til almennings á áhugaverðan hátt. 

Dagskrá:

  • Opnunarávarp. Hallgrímur Jónasson, forstöðumaður Rannís.
  • Face the Challenge - Make a Difference. Science communication and Public engagement. 
  • Veiting viðurkenningar fyrir framúrskarandi vísindamiðlun.
    • Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra afhendir viðurkenningu Rannís fyrir vísindamiðlun.

Viðurkenning Rannís:

Til að hljóta viðurkenningu fyrir vísindamiðlun, skal hún hafa stuðlað að bættum skilningi almennings, barna, ungmenna og fullorðinna, á vísindum og fræðum og á mikilvægi þeirra fyrir íslenskt samfélag. Einnig skal vísindamiðlunin hafa vakið athygli á starfi vísindamanna og á mikilvægi rannsókna og nýsköpunar í íslensku samfélagi.

Fyrri handhafar viðurkenningar









Þetta vefsvæði byggir á Eplica