Viðurkenning fyrir vísindamiðlun
Viðurkenning Rannís fyrir vísindamiðlun 2021 verður veitt í beinu streymi frá Nauthóli föstudaginn 24. september kl. 15:00 - 16:00. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra afhendir viðurkenninguna fyrir hönd Rannís.
Viðurkenning fyrir vísindamiðlun er veitt einstaklingi, stofnun, fyrirtæki, samtökum eða verkefni, sem þykir hafa staðið ötullega að því að miðla vísindum og fræðum til almennings á áhugaverðan hátt.
Dagskrá:
- Opnunarávarp. Hallgrímur Jónasson, forstöðumaður Rannís.
- Face the Challenge - Make a Difference. Science communication and Public engagement.
- Annette Klinkert forstöðukona EUSEA - The European Science Engagement Association
- Veiting viðurkenningar fyrir framúrskarandi vísindamiðlun.
- Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra afhendir viðurkenningu Rannís fyrir vísindamiðlun.
Til að hljóta viðurkenningu fyrir vísindamiðlun, skal hún hafa stuðlað að bættum skilningi almennings, barna, ungmenna og fullorðinna, á vísindum og fræðum og á mikilvægi þeirra fyrir íslenskt samfélag. Einnig skal vísindamiðlunin hafa vakið athygli á starfi vísindamanna og á mikilvægi rannsókna og nýsköpunar í íslensku samfélagi.