Vísindakaffi og afmælishátíð Þjóðfræðistofu á Hólmavík

27.9.2021

Rannsóknasetur HÍ á Ströndum býður til Vísindakaffis og afmælishátíðar í Hnyðju, Þróunarsetrinu á Hólmavík, fimmtudaginn 30. september kl. 18:00. Boðið verður upp á kaffi og með því og eru öll áhugasöm hjartanlega velkomin!

  • Starfsmenn Þjóðfræðistofu að störfum, teiknuð af Sunnevu Guðrúnu Þórðardóttur
    Starfsmenn Þjóðfræðistofu að störfum, teiknuð af Sunnevu Guðrúnu Þórðardóttur

Helstu viðfangsefni Þjóðfræðistofu verða kynnt á Vísindakaffinu, m.a. sagt frá fjórum viðamestu verkefnunum sem nú er unnið að. Þau eru Menningararfur í ljósmyndum, Dagbækur fyrri alda, Fortíð og framtíð Hólmavíkur og Þjóðtrúarfléttan. 

Þessi verkefni eru unnin í samstarfi við ólíka aðila, auk þess sem mörg þeirra eru fjölþætt og fela í sér mörg minni afmörkuð verkefni og miðlun. Einnig verður sagt frá framtíðarsýn setursins og undirritaður samstarfssamningur við sveitarfélagið Strandabyggð. Boðið verður upp á kaffi og kökur, opið hús og kynningar. 

Á myndinni, sem teiknuð er af Sunnevu Guðrúnu Þórðardóttumá sjá starfsmenn Þjóðfræðistofu að störfum.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica