Vísinda- og tækninefnd Vísinda- og tækniráðs leita eftir tillögum að fulltrúum í stjórn Innviðasjóðs
Stjórn Innviðasjóðs er skipuð til þriggja ára í senn. Það er í höndum vísinda- og tækninefnda Vísinda og tækniráðs að koma með tilnefningu að fjórum aðilum í stjórn til ráðherra málaflokksins.
Vísinda- og tækninefnd óska hér með eftir tillögum að aðilum sem gætu tekið sæti í stjórn sjóðsins. Nefndirnar munu í framhaldi nýta innsendar tillögur til að taka ákvörðun um tilnefningar stjórnarmanna til ráðherra.
Úr lögum um Innviðasjóð: Ráðherra skipar fjögurra manna stjórn Innviðasjóðs til þriggja ára í senn samkvæmt tilnefningu vísindanefndar og tækninefndar Vísinda- og tækniráðs. Að auki skipar ráðherra formann stjórnar án tilnefningar en varaformann úr hópi hinna fjögurra.
Tillögur er hægt að senda inn til og með 5. október.