Viðurkenning á námi erlendis – láttu heyra frá þér!
Um þessar mundir stendur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fyrir rannsókn varðandi mat á námsgráðum á háskóla- og framhaldsstigi og þeirri hæfni sem nemendur afla sér við nám og þjálfun erlendis.
Árið 2018 gaf Evrópuráðið út tilmæli um að námsgráður og hæfni vegna náms og þjálfunar erlendis skyldu vera sjálfkrafa viðurkennd milli landa. Nú er komið að því að kanna hvaða árangri hefur verið náð á Evrópuvísu í þessum efnum. Niðurstöður rannsóknarinnar munu liggja fyrir í lok ársins.
Þau sem hafa með þennan málaflokk að gera við framhaldsskóla og háskóla eru hvött til að deila skoðunum sínum varðandi helstu áskoranir í ferlinu og góða starfshætti á sviði mats og viðurkenningar. Það er gert með því að fylla út könnun á netinu fyrir föstudaginn 23. september.
Nánari upplýsingar gefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins:
Á sviði háskóla: EAC-UNITE-B1@ec.europa.eu
Á sviði framhaldsskóla og starfsmenntunar: EAC-UNITE-B2@ec.europa.eu