Úthlutun úr Sprotasjóði 2024
Sprotasjóður leik-, grunn- og framhaldsskóla hefur úthlutað styrkjum af fjárlögum ársins 2024.
Sprotasjóður leik- grunn- og framhaldsskóla hefur úthlutað 59,8 m.kr. til 32 skólaþróunar-verkefna fyrir skólaárið 2024–2025. Mennta- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, og formaður stjórnar sjóðsins, og Bragi Þór Svavarsson, afhentu styrkina við hátíðlega athöfn í mennta- og barnamálaráðuneytinu fimmtudaginn 30. maí.
Sprotasjóður styður við þróun og nýjungar í skólastarfi í leik- grunn- og framhaldsskólum í samræmi við stefnu stjórnvalda og aðalnámskrá viðkomandi skólastiga. Umsýsla er hjá Rannís. Áherslusvið sjóðsins árið 2024 voru:
Farsæld barna og ungmenna, með áherslu á umburðarlyndi, fjölbreytileika og inngildingu nemenda.
Teymiskennsla og samstarf.
Samtals bárust sjóðnum 67 umsóknir að undangenginni auglýsingu. Samanlagðar fjárbeiðnir námu alls 257,4 m.kr.
Eftirfarandi verkefni hlutu styrk*:
Nafn umsækjanda | Heiti verkefnis | Úthlutuð styrkupphæð |
Þelamerkurskóli | Teymiskennsla í Þelamerkurskóla | ISK 3.500.000.- |
Dalvíkurskóli | Teymiskennsla í Dalvíkurskóla | ISK 3.500.000.- |
Hólabrekkuskóli | Teymiskennsla í Hólabrekkuskóla | ISK 3.015.000.- |
Njarðvíkurskóli | Leikgleði | ISK 3.000.000.- |
Grenivíkurskóli | Frá kveikju til bókar | ISK 2.700.000.- |
Menntaskólinn við Sund | Sköpum samhljóm | ISK 2.500.000.- |
Ísafjarðarbær | Persónumiðuð samþættingarverkefni | ISK 2.500.000.- |
Grunnskólinn í Borgarnesi | Farsæld og vellíðan í gegnum skapandi vinnu | ISK 2.500.000.- |
Reykjavíkurborg | Tónlistargerð. lífsleikni og lagasmíðabúðir | ISK 2.500.000.- |
Grandaskóli | Finndu mig í fjöru - skapandi náttúrulæsi | ISK 2.200.000.- |
Múlaþing | RÚN - reynsla. útinám og náttúra. | ISK 2.000.000.- |
Reykjavíkurborg -Vesturmiðstöð | Byrjum hér! Nýtt úrræði á mið- og yngsta stigi. | ISK 2.000.000.- |
Hraunvallaskóli | Heildræn innleiðing á vaxtarhugarfari í Hraunvalla | ISK 2.000.000.- |
Víkurskóli | Drangamix - samvinnunám í aldursblönduðum hópi | ISK 2.000.000.- |
Norðurþing | Innleiðing STEAM í námskrá leikskólans Grænuvalla | ISK 2.000.000.- |
Hörðuvallaskóli | Nýting teymiskennslu til að efla inngildingu nemen | ISK 2.000.000.. |
Akraneskaupstaður/Grundaskoli | Flugtak | ISK 1.920.000.- |
Vogaskóli | Voru afi og amma einhvern tíman unglingar? | ISK 1.810.000.- |
Reykjavíkurborg | Söngvamál | ISK 1.500.000.- |
Reykjavíkurborg | Hugsandi kennslurými í stærðfræði | ISK 1.500.000.- |
Kópavogsbær | Teymiskennsla - Tæki til inngildingar | ISK 1.500.000.- |
Ingunnarskóli | Leiðsagnarnám í tengslum við skapandi starf | ISK 1.500.000.- |
Leikskólinn Klettaborg | Sérðu mig | ISK 1.500.000.- |
Vesturbyggð | Nurture | ISK 1.500.000.- |
Grunnskóladeild menntasviðs | Teymiskennsla -leið til inngildingar | ISK 1405.000.- |
Fjölbrautaskóli Vesturlands | Þróun Módels fyrir starfstengda námslínu | ISK 1.400.000.- |
Dagný Hauksdóttir | Handbók um fjölmenningu | ISK 850.000.- |
Ingibjörg María Guðmundsdóttir Þjórsárskóli | Hugræn atferlifræði í grunnskóla | ISK 830.000.- |
Borgarbókasafn Reykjavíkur | Orðræða kærleiks - Nýstárleg orðabók | ISK 810.000.- |
Flóahreppur | Teymiskennsla í aldursblönduðum nemendahópum | ISK 665.000.- |
Flensborgarskóli | Bekkjarkerfi á fyrsta ári - inngilding nýnema | ISK 650.000.- |
Hvassaleitisskóli | Nám með leiðsögn og teymiskennsla | ISK 550.000.- |
Samtals | ISK 59.805.000.- |
*Birt með fyrirvara um villur