Sprotasjóður leik-, grunn- og framhaldsskóla

sprotasjodur(hja)rannis.is

Fyrir hverja?

Leikskólastjóra, skólastjóra eða skólameistara fyrir hönd skóla, kennarahópa eða einstakra kennara. Aðrir aðilar en skólar geta sótt um þróunarverkefni í samstarfi við skóla. Í þeim tilfellum skal staðfesting á þátttöku skóla fylgja umsókn.

Til hvers?

Styrkja verkefni sem stuðla að þróun og nýjungum í skólastarfi  í leik-, grunn- og framhaldsskólum.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur 30. janúar 2025 klukkan 15:00.

EN

Brosandi barn skrifar í bók

Hvert er markmiðið?

Sprotasjóður er sameiginlegur sjóður fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla og styður við þróun og nýjungar í skólastarfi í samræmi við stefnu stjórnvalda (menntastefna til ársins 2030) og aðalnámskrá, samkvæmt  15. gr. laga nr. 90/2008 um leikskóla, 34. gr. laga nr. 91/2008 um grunnskóla og  53. gr. laga nr. 92/2008  um framhaldsskóla.  

Til sjóðsins renna fjármunir sem veittir eru á fjárlögum hverju sinni.  Nánar má sjá um hlutverk sjóðsins í reglugerð hans Nr. 242/2009.

Hvað er styrkt og áherslusvið árið 2025?

Þróunarverkefni í leik-, grunn- og framhaldsskólum.

Áherslusvið sjóðsins fyrir árið 2025 eru:

  • Leikurinn sem leið til náms.
  • Gervigreind.
  • Grunnþáttur menntunar - Læsi.

Hvað er ekki styrkt?

  • Ekki eru veittir styrkir til kjarnastarfsemi eða reglubundins reksturs.
  • Að jafnaði er vinna starfsmanna í verkefni ekki styrkt nema ljóst þyki af lýsingu að sú vinna falli utan starfssviðs og sé viðbót við starfsskyldu en ekki hluti af henni. Sé verkefnið hluti af vinnu starfsmanns er kostaður sem af því hlýst skráður sem mótframlag.
  • Að jafnaði eru ekki veittir styrkir til tækjakaupa eða uppbyggingu aðstöðu nema að takmörkuðu leiti ef verkefni eru háð því og ljóst þyki að sá kostnaður falli ekki undir kjarnastarfsemi eða reglubundinn reksturs.
  • Almennt á námsgagnagerð betur heima í Þróunarsjóði námsgagna.

Hverjir geta sótt um?

Leikskólastjórar, skólastjórar og skólameistarar fyrir hönd skóla, kennarahópa eða einstaka kennara. Aðrir aðilar geta einnig sótt um en þurfa þá að skila inn staðfestingu á þátttöku skóla með umsókn.

Skilyrði úthlutunar

Sjá matskvarða Sprotasjóðs. Samkvæmt 6. grein reglugerðar um Sprotasjóð leik-,grunn- og framhaldsskóla skal mat á umsóknum einkum byggjast á eftirtöldum sjónarmiðum:

  • gildi og mikilvægi verkefnis með tilliti til hlutverks Sprotasjóðs,
  • verkefni feli í sér þróunarstarf innan skóla, samstarf milli skóla eða skólastiga,
  • verkefnið falli að þeim áherslum eða áherslusviðum er fram koma í auglýsingu,
  • líkum á því að umsækjanda/umsækjendum takist að ná þeim markmiðum er verkefnið miðar að,
  • starfsferli og faglegum eða fræðilegum bakgrunni umsækjanda og annarra þátttakenda m.t.t. þeirra krafna sem verkefnið gerir til þeirra.

    Pexels-akil-mazumder-1072824

Hlutverk Rannís

Hlutverk Rannsóknarmiðstöðvar Íslands, Rannís, er að sjá um umsýslu Sprotasjóðs fyrir hönd mennta- og barna­málaráðuneytis.

Nánari upplýsingar

  • Óskar Eggert Óskarsson, s. 515 5839
  • Skúli Leifsson, s. 515 5843
  • Tekið er á móti fyrirspurnum á sprotasjodur(hja)rannis.is







Þetta vefsvæði byggir á Eplica