Tilkynning vegna framlengdra umsóknarfresta Horizon 2020

17.3.2020

Ákveðið hefur verið að framlengja flestum umsóknarfrestum Horizon 2020 sem vera áttu milli 16. mars og 15. apríl vegna Covid-19 faraldursins.

Þar sem lokun stofnanna, fjarvinna og aðrar aðstæður vegna Covid-19 faraldursins gætu haft áhrif á gæði umsókna í Horizon 2020, hefur verið ákveðið að framlengja flestum umsóknarfrestum sem vera áttu milli 16. mars og 15. apríl. 

Nýir umsóknarfrestir hafa nú verið birtir undir viðeigandi undirsíðum í upplýsinga- og umsóknarkerfi Horizon 2020. 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica