Kynntu þér stafræn tækifæri hjá Rannís á UTmessu 2023 í Hörpu

30.1.2023

UTmessan fer fram í Hörpu dagana 3. og 4. febrúar. Á föstudeginum er ráðstefna fyrir fagfólk í tæknigeiranum en á laugardeginum verður tæknidagur opinn almenningi frá kl. 10:00-17:00.

Fulltrúar Rannís munu kynna stafræn tækifæri innan þeirra sjóða áætlana sem Rannís er í forsvari fyrir, til dæmis innan Erasmus+, Tækniþróunarsjóðs og Horizon Europe. 

Sérstök áhersla verður á Digital Europe áætlun Evrópusambandins en Digital Europe mun móta stafræna framtíð Evrópu og styður við verkefni sem brúa bilið milli rannsókna og þróunar og stafrænna afurða á markaði.

Eins verður kynnt þjónusta Rannís innan Enterprise Europe Network (EEN) en hlutverk Enterprise Europe Network á Íslandi er að upplýsa, fræða og leiðbeina fyrirtækjum á Íslandi án endurgjalds varðandi tækifæri á alþjóðamarkaði.

Nánar um stafræn tækifæri hjá Rannís









Þetta vefsvæði byggir á Eplica