Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Sprotasjóð 2023
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Sprotasjóð fyrir árið 2023. Umsóknarfrestur er til 16. febrúar 2023 kl. 15:00. Sprotasjóður er sameiginlegur sjóður fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla. Sjóðurinn styður við þróun og nýjungar í skólastarfi í samræmi við stefnu stjórnvalda og Aðalnámskrá.
Sprotasjóður hefur opnað fyrir umsóknir um styrki fyrir árið 2023. Sjóðurinn styrkir þróunarverkefni í leik-, grunn- og framhaldsskólum skv. reglugerð hans nr. 242/2009. Markmið sjóðsins er að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi í samræmi við stefnu stjórnvalda og aðalnámskrá.
Árið 2023 eru áherslusvið sjóðsins:
- Farsæld barna og ungmenna með áherslu á geðrækt, geðtengsl, geðheilbrigði.
- Sköpun og hönnun.
- Stafræn borgaravitund, upplýsinga- og miðlalæsi.
Sjóðurinn tekur vel á móti öllum verkefnum sem að falla undir þessi áherslusvið. Einnig er hægt að senda inn umsóknir sem ekki falla undir þessi áherslusvið. Allar umsóknir eru metnar út frá matskvarða sjóðsins.
Á hverju ári styrkir sjóðurinn tugi verkefna alls staðar af landinu sem stuðla að þróun og nýsköpun í skólastarfi. Sprotasjóður veitti í fyrra 56 milljónir króna til 36 verkefna.
Rannís sér um umsýslu Sprotasjóðs fyrir hönd mennta- og barnamálaráðuneytisins.
Hér er hægt að lesa meira um Sprotasjóð . Fyrir nánari upplýsingar eða ef einhverjar spurningar vakna má hafa samband við sjóðsstjóra Eydísi Ingu Valsdóttur, sprotasjodur@rannis.is