NordForsk auglýsir opið kall um rannsóknarverkefni á velferð barna og ungmenna á Norðurlöndum eftir heimsfaraldur
Áhersla er lögð á menntun, vellíðan, geðheilbrigði og lífskjör barna og ungmenna. Umsóknarfrestur er 8. desember 2022.
Markmiðið er meðal annars að styðja við rannsóknir sem auka þekkingu á hvernig hægt er að milda áhrif heimsfaraldursins á velferð barna og ungmenna. Lögð er áhersla á að:
- auka skilning okkar á velferð barna og ungmenna og afleiðingum heimsfaraldursins og takmörkunum á menntun, vellíðan, geðheilbrigði og lífskjörum
- fjalla um hvernig best megi draga úr neikvæðum áhrifum og afleiðingum heimsfaraldursins og hömlunum fyrir börn og ungmenni, td með íhlutunarrannsóknum (intervention studies)
- fjalla um hvernig hægt er að efla seiglu meðal barna og ungmenna, td með heilsueflingu og forvarnarrannsóknum (prevention studies)
- að öðlast frekari þekkingu á viðbúnaði við samfélagsáföllum, læra af COVID-19 heimsfaraldrinum og byggja upp viðnám á mismunandi stigum samfélaga okkar í þeim tilgangi að styðja velferð barna og ungmenna
Umsækjendur geta sótt um að hámarki 11 milljónir norskra króna til 3-4 ára. Ætlunin er að veita styrki til sjö rannsóknaverkefna.
Nánari upplýsingar um kallið og hvernig sótt er um
Grein/blogg um velferð barna og ungmenna í kjölfar heimsfaraldurs