Markáætlun um samfélagslegar áskoranir

20.5.2020

Í dag kynnir forsætisráðherra nýja markáætlun um samfélagslegar áskoranir.

Vísinda-og tækniráð samþykkti á síðasta ári tillögu forsætisráðherra, sem er formaður Vísinda og tækniráðs, um að auglýsa  eftir umsóknum undir yfirskriftinni samfélagslegar áskoranir, þar sem leitast er við að finna lausnir á áskorunum sem Ísland stendur frammi fyrir. 

Lögð er áhersla á þrjú svið; umhverfismál, heilsu og velferð og líf og störf í heimi breytinga. Þessi áherslusvið eru  í samræmi við greiningu Vísinda- og tækninefndir, í víðu samráði við almenning og hagsmunaaðila, um hverjar séu brýnustu áskoranirnar sem Ísland stendur frammi fyrir á næstu árum. 

Í markáætlunina verður settur um einn milljarður króna á árunum 2020-2023.

Nánari upplýsingar um Markáætlun um samfélagslegar áskoranir má finna á vefsíðu sjóðsins.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica