Háskóla, fyrirtæki og rannsóknarstofnanir sem vinna saman á ákveðnu fræðasviði eða þverfaglegum fræðasviðum á grundvelli vandaðra rannsóknaráætlana.
Markmiðið er að leiða saman þekkingu og styrkleika mismunandi fagsviða, tækni- og fræðigreina og þannig stuðla að auknum skilningi á íslensku samfélagi og umhverfi. Finna lausnir og styðja við fjölbreytt og nýsköpunarmiðað samfélag á tímum örra breytinga.
Umsóknarfrestur rann út fimmtudaginn 17. september 2020 kl. 16:00.
Markáætlun er skipt í þrjá flokka í samræmi við áherslur Vísinda- og tækniráðs:
Markmið þessa flokks er að stuðla að því að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og markmiðum Parísarsamkomulagsins verði náð. Auka skilning á og leysa helstu umhverfisvá sem Ísland stendur frammi fyrir, stuðla að notkun nýrrar tækni og nýsköpunar í sjálfbærri nýtingu auðlinda og fæðuframleiðslu. Hér undir falla m.a.:
Í þessum flokki er markmiðið að stuðla að því að viðhalda heilbrigði, greina og meðhöndla sjúkdóma, fylgjast með breytingum á lýðheilsu og fyrirbyggja sjúkdóma. Þá þarf að rannsaka hvernig unnt sé að gera fólki kleift að lifa sem best, sem lengst, þannig að stuðlað sé að heilbrigðri öldrun og velferð fólks á öllum æviskeiðum á tímum örra breytinga. Hér undir fellur m.a.:
Markmiðið hér er að auka skilning á þeim áhrifum sem miklar og örar breytingar hafa á samfélagið, vinnumarkað og líf fólks. Þær breytingar sem hér um ræðir eru m.a. tækniframfarir, lýðfræðilegar breytingar, fólksflutningar, breytt samskipti og breytingar á atvinnulífi. Hér undir fellur m.a.:
Markmið með styrkveitingum er að hraða framförum í þessum þremur flokkum. Hvatt er til þverfaglegs samstarfs sem stuðlar að rannsóknum og nýsköpun. Nauðsynlegt er að leiða saman þekkingu og styrkleika mismunandi fagsviða, tækni og fræðigreina, þ.m.t. félags- og hugvísinda og taka til alls nýsköpunarferlisins frá rannsóknum að hagnýtingu. Markmið vinnunnar er að auka skilning á íslensku samfélagi og umhverfi, finna lausnir og styðja við fjölbreytt og nýsköpunarmiðað samfélag á tímum örra breytinga.
Umfang Markáætlunar fyrir samfélagslegar áskoranir er að lágmarki 300 milljónir króna á ári í þrjú ár. Umsóknaferlið í Markáætlun skiptist í tvö þrep. Fyrra þrepið felst í að fullbúin umsókn er send inn í gegnum rafrænt umsóknarkerfi Rannís fyrir skilgreindan umsóknarfrest. Fagráðin meta fagleg gæði umsókna og raða þeim innbyrðis. Í seinna þrepinu er aðstandendum þeirra umsókna sem raðast efst boðið að kynna verkefnið (15 mín) og svara spurningum frá stjórn (15 mín).
Háskólar, stofnanir og fyrirtæki geta sótt um styrki úr Markáætlun um samfélagslegar áskoranir.
Umsóknum í sjóðinn er skilað inn í gegnum rafrænt umsóknarkerfi Rannís.
Markáætlun veitir styrki samkvæmt þeim áherslum sem eru skilgreindar fyrir sjóðinn, og á grundvelli faglegs mats á gæðum verkefna, hversu víðtækt verkefnið er, þörf á afurðum verkefnisins, færni þeirra einstaklinga sem stunda rannsóknirnar og aðstöðu þeirra til að sinna verkefninu.
Rannsóknamiðstöð Íslands er umsýsluaðili sjóðsins.